Frekari fréttir af fornleifafræðingum neðan vatnsyfirborðs

Undanfarna daga hefur hópur fornleifafræðinga, sem sérhæfa sig í neðansjávarfornleifafræði, verið að störfum í norðanverðu Þingvallavatni. Þetta verkefni er stærsta fornleifarannsókn á Íslandi gerð neðan vatnsyfirborðs. og er merkur áfangi fyrir slíkar rannsóknir hér á landi.

Kafað með tækninni

Jørgen Dencker rannsakar sokknar minjar meðan ROV (neðanvatns dróni) tekur upp. 

Markmið verkefnisins er að kanna botn Þingvallavatns betur landslag vatnsbotnsins. Landsig í sigdalnum hefur verið umtalsvert síðastliðin 1000 ár eða um 4 metrar. Vatnsbakkinn er í nálægð við hið alþingisstaðinn forna sem stofnaður var árið 930. Svæðið er ríkt af fornleifum, margar þeirra á þurru landi en aðrar farið undir vatn.

Ný tækni til að finna fornar minjar

Dr. John McCarthy (Flinders University) stýrir neðanvatns drónanum og notar VR - gleraugu til að svipast um.

Í rannsókninni er notast við fjarkönnunaraðferðir eins og dróna, hliðarsónar skanna og neðanvatns dróna (ROV, Remotely Operated Vehicle) samhliða vísindaköfunum. Talsvert svæði vatnsbakkans hafði þegar verið skoðað úr lofti með dróna. Á skömmum tíma hefur teyminu svo tekist að mæla með hliðarsónar skanna norðurhluta vatnsins.

Yfir 70 km af línulegum sónargögnum voru teknar, sem gefur nýja mynd og upplýsingar um dýpt og botn vatnsins. Liðið er nú að kafa á á staði þar sem telja má að fornleifar er að finna.

Vatnið kannað

Teymi fornleifafræðinganna hefur safnað saman gögnum af vatnsbotni sem ekki voru áður til.

Teymið er stýrt af Dr Kevin Martin, Nordic Maritime Group (NMG) og með honum eru Jens Lindström - Nordic Maritime Group (NMG), Jørgen Dencker (JD Maritime), Dr John McCarthy - Flinders University, Adelaide og Gunnar Grímsson - Þingvallaþjóðgarður

Fornleifafræðingar og þjóðgarðsvörður

Dr Kevin Martin, Jens Lindström, Dr. John McCarthy, Jørgen Dencker  and Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður.

Tilbúnir kafarar

Ótrúlegur þekkingarbrunnur í þessum tveim neðanvatns fornleifafræðingum sem eru hér tilbúnir til að kafa í Þingvallavatni.