Fullveldisdagurinn

Erlend yfirráð í tímans rás

Röð þeirra sem ýmist sátu sem drottningar eða konungar yfir Íslandi. Myndin er tekin á sýningunni Hjarta lands og þjóðar sem er til húsa í gestastofu þjóðgarðsins á Haki.

Vert er að óska íslendingum til hamingju með fullveldi Íslands eins og við gerum dag hvern 1. desember síðan 1918. Saga friðunar þjóðgarðsins og fullveldis Íslands er ýmsum böndum tvinnuð saman. Til að mynda fór samninganefnd um Dana og Íslendinga til Þingvalla í heimsókn. Gerði nefndin hlé á samningalotu sinni einn fagran júlídag 1918 og skoðaði þingstaðinn forna. 

Guðmundur Davíðsson sem síðar varð fyrsti þjóðgarðsvörður Þingvalla við stofnun þjóðgarðsins 1930 hafði lengi átt þann draum um að komið yrði á þjóðgarði. Sá hann fyrir sér Þingvelli sem upplagðan stað, bæði sökum náttúrufegurðar en ekki síður sögu staðarins.

Stúdentafélagið í Reykjavík var áhrifaríkt félag á þessum tíma og fyrst fundur þess eftir fullveldisdaginn var haldinn 6. desember. Þar var Guðmundi Davíðssyni, áðurnefndum, boðið að halda erindi um einmitt Þingvelli og Öxará. Fundagergerðir félagsins eru enn til og segja frá fundinum og þeim orðaskiptum sem þar fóru fram. Í kjölfarið var stofnað til Þingvallanefndar sem síðar lagði til Alþingis að stofnaður yrði þjóðgarður á Þingvöllum. 

Auglýsing Stúdentafélagsins

Í Stúdentafélaginu voru margir máttarstólpar samfélagsins, þar á meðal fornminjavörður Matthías Þórðarson sem átti eftir að leggja heilmikið til málanna er varðaði Þingvelli og friðun hans síðar meir.