Gönguskíðabraut troðin 22.12

Troðin var gönguskíðabraut seinnipartinn í dag 22.12. Búast má við að eitthvað geti blásið í hana á næstu dögum. Ef færi gefst verður reynt að fara í sporin aftur milli jóla og nýárs. Gestir eru minntir á að varast gjár á svæðinu sem eru víða. Mælt er með að halda sig á stígum vegna þessa. 

Mælt er með því að leggja við Vallakrók gegn Furulundi eða við bílastæði merkt P2 neðan við Öxarárfoss. Leið liggur austur yfir Vallagjá og áfram yfir veg 361 í átt að Skógarkoti (2 km).
Frá Skógarkoti er gott að fara norður að Hrauntúni (2,6 km). Þá verður að snúa við til baka.Leiðin og útsýnið á bakaleiðinni er ekkert síðra með allt Þingvallavatn á löngum stundum fyrir framan sig. 

Reynt var að troða austur frá Skógarkoti að Tjörnum (2 km). Þau spor eru þó stundum mjög grunn og stundum stutt í grjót. 

Ekki var troðið meðfram vegi 361 frá Tjörnum vestur að Silfru en þar er nokkuð um bílför. Hægt er að fara þar meðfram veginum en gott að hafa í huga að einstaka bílar geta verið á ferðinni. 
Sporin eru gerð eftir göngustíg og eru því stundum nokkuð ójöfn. Þá eru skaflar á leiðinni, þannig að þetta er stundum nokkuð hæggeng braut en í yndislegri náttúru. Einstöku sinnum þarf að fara yfir veg t.d. þegar farið er frá Vallarkróki austur að Skógarkoti og einnig frá Skógarkoti norður að Hrauntúni.
Þegar farin er leiðin frá Tjörnum að Vallarkróki er skíðað eftir vegi 361 en þar er engin umferð. Þegar komið er að Silfur og Flosagjá er farið aðeins eftir 

Athugið að breidd göngustíga gefur okkur einvörðungu færi á að troða einberiða braut.

Hægt er að nálgast kort hér í pdf formi.
Góða skemmtun.
Gönguskiðabraut fjórða janúar

Hér má sjá kort af gönguskíðabrautinni sem hefur verið troðin. Leiðin austur að Skógarkoti og Hrauntúni er einna best. Það gæti þó skafið í brautina

Vallarkrókur við Furulund

Upphafsstaður gönguskíðabrautar er við Vallarkrók nærri Furulundi sem er fyrir neðan Öxarárfoss.

Farið inn að Hrauntúni

Við Skógarkot tvístrast leiðin og hægt er að fara austur að Tjörnum eða norður í Hrauntún.