Gestastofa lokar 15:00

Starfsfólk þjóðgarðsins gerir sér glaðan dag föstudaginn 22. september næstkomandi. Fyrir vikið lokar upplýsingahluti gestastofu þjóðgarðsins klukkan 15:00. Athugið að kaffi- og gjafavöruverslunin verður áfram opin til 18:00. Salernishúsin verða áfram opin. 

Landvarðahorn þjónustumiðstöðvarinnar lokar 15:30 þennan sama dag. Þau sem koma eftir þann tíma á tjaldstæðið geta gert upp daginn eftir þegar opnar 09:00. 

Hér má nálgast kort yfir gönguleiðir í þjóðgarðinum.