Hrossagaukur hossar sér á handriði

Hrossagaukar (gallinaggo gallinaggo) eru jafnan auðheyrðir en vandséðir. Halda fuglarnir sér venjulega í felum og gefa frá sér áberandi hljóð. Þessi hrossagaukur sem varð á vegi starfsmanns þjóðgarðsins á Þingvöllum var þó ekki spéhræddur og um leið hinn spakasti. Gaf hann færi á að ná góðum myndum af sér og stuttu myndskeið.

Hrossagaukur á handriði

Hrossagaukurinn naut útsýnisins við Öxarárhólma.

Hrossagaukar eru algengir á Íslandi.

Hrossagaukur er einn af fjölmörgum farfuglum landsins og kemur suður frá vesturhluta Evrópu. Áætlað er að um 300.000 pör séu á Íslandi. Nánari upplýsingar um hrossagauka á Íslandi má finna á vef Náttúrufræðistofnun Íslands.