Framtíð landvörslu - Málþing

Landvarðafélag Íslands stendur fyrir málþingi laugardaginn fjórða mars næstkomandi. Viðburðurinn fer fram í húsi Vigdísar - Veröld í Auðarsal. 

Frú Vigdís Finnbogadóttir setur málþingið klukkan 13:00 og stendur það til 16:00. Fyrst verða flutt erindi en síðan taka umræðuhópar við. Niðurstöður umræðuhópanna verða kynntar í lok málþingsins. 

Til að geta áætlað magn veitinga er fólk beðið um að skrá sig. Á skráningarsíðunni sem og facebook síðu Landvarðafélagsins má nálgast frekari upplýsingar um málþingið.