Kortlagning á sögulegu landslagi í kafi – Neðansjávarfornleifafræði í Þingvallavatni

Norðurströnd Þingvallavatns

Rannsóknin fer fram á norðurstrandlengju Þingvallavatns.

Í  sumar mun fara fram fornleifarannsókn neðanvatns þar sem rannsakað verður norðanvert Þingvallavatn.

Þetta verkefni miðar að því að greina og kortleggja fornleifar sem áður voru á landi. Þær hafa farið á kaf vegna landsigs í sidgalnum. Sumar fornleifanna hafa mælst á allt að 4m dýpi og virðast vera frá um 1000 e.kr.

Í rannsókninni verður beitt fjölda fjarkönnunaraðferða, þar á meðal dróna, hliðarsónarskanna, markvissum neðansjávarfornleifaköfunum og myndmælingu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkar rannsóknir eru gerðar í Þingvallavatni til fornleifarannsókna. Auk fornleifa er vonast til að niðurstöður verkefnisins varpi frekara ljósi á hvernig fólk umgengst umhverfi vatnsins áður fyrr í einu af sögulega mikilvægasta landslagi Íslands.

Verkefninu er stýrt af neðansjávarfornleifafræðingnum Dr. Kevin Martin og auk þess verða hópar neðansjávarfornleifafræðinga frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Ástralíu. Verkefnið er styrkt af rannsóknastyrk sem veittur var í úthlutun Fornminjasjóðs 2023. Ennfremur leggur þjóðgarðurinn á Þingvöllum til hagnýta og fjárhagslega. Við óskum verkefnahópnum innilega til hamingju með komandi rannsókn og hlökkum til að birta fleiri fréttir  þegar verkefnið er hafið.

 

Verkefnahópurinn

Dr Kevin Martin – Verkefnastjóri, Nordic Maritime Group (NMG)

Jens Lindström - Nordic Maritime Group (NMG)

Jørgen Dencker – Former Head of Maritime Archaeology, Roskilde Viking Ship Museum

Dr John McCarthy - Flinders University, Adelaide.

Gunnar Grímsson - Þingvallaþjóðgarður