Forsetar í heimsókn

Veðrið sýndi sínar bestu hliðar en fánar blöktu vel síðastliðinn föstudag. Sídegis þann dag komu til þjóðgarðsins á Þingvöllum forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson ásamt Egils Levits, forseta Lettlands, Gitanas Nausėda, forseta Litháens og Alar Karis, forseta Eistlands. Með í för var frítt föruneyti landanna þriggja. 

Við útsýnispallinn ofan Almannagjár.

Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. fræddi gesti um mikilvægi Þingvalla í sögulegu og menningarlegu samhengi.

Á móti þeim tók Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. Leiddi þjóðgarðsvörður gestina að útsýnispallinum við Hakið. Þar var horft yfir sigdalinn og þingstaðinn forna. Þaðan lá leið niður Almannagjá að Lögbergi.

Gestir ganga í gjá.

Forsetar Eystrasaltsríkjanna gengu með þjóðgarðsverði í Almannagjá. 

Hr. Guðni Th. Jóhannesson fór þar með ljóðið Íslands farsælda frón á íslensku og á ensku um leið og hann ítrekaði farsælt samband þjóðanna fjögurra.

Ljóðaflutningur á Lögbergi.

Hr. Guðni Th. Jóhannesson flutti Ísland farsæla frón á Lögbergi..