Viltu þú vinna á Þingvöllum?

Starfsdagur vor 2023

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum og verkamönnum í tímabundin störf frá 14. maí - 1. september eða eftir samkomulagi.

Störf hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi. Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til vinnu í upphafi vaktatarnar og frá vinnu í lok hennar. 

Lýsingar á störfum og umsóknir berast í gegnum Starfatorg: 

Ef þú hefur frekari spurningar er hægt að senda tölvupóst á Jónu Kolbrúnu Sigurjónsdóttur, jona@thingvellir.is eða Fanneyju Einarsdóttur, fanney@thingvellir.is.