Sumarstörf á Þingvöllum 2023

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er elsti þjóðgarður landsins og hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá 2004. Mikilfengleg náttúra skapar einstaka umgjörð um sögu lands og þjóðar.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er einn fjölmennasti ferðamannastaður landsins og því mjög lifandi og skemmtilegur vinnustaður og býður upp á fjölbreytt verkefni og áskoranir.

Auglýst er eftir starfsfólki í þrjú mismunandi sumarstörf en þau má öll nálgast á Starfatorgi.

Verkamenn í sumarstörf 

Landverðir í fræðslu og miðlun

Landverðir í öryggi og eftirlit

Fyrirspurnir vegna starfanna má senda á

jona@thingvellir.is 

fanney@thingvellir.is 

torfi@thingvellir.is vegna landvarða í fræðslu og miðlun 

 

 

Starfsmannadagur maí 2022

Undirbúningsdagur fyrir sumarið 2022 var viðamikill og árangursríkur.