Urriðadans 2023

Árlegur urriðadans undir leiðsögn Jóhannesar Sturlaugssonar verður laugardaginn 14. október klukkan 14:00. Allajafna stendur viðburðurinn yfir í 90-120 mínútur. 

Urriðadansinn hefst við bílastæðið P5 þar sem Valhöll áður stóð. 

Meira um viðburðinn má sjá hér

bílastæðiamál

Urriðadansinn hefst klukkan 14:00 á morgun við bílastæðið P5 þar sem Valhöll áður stóð. VIðburðurinn endar við Prestakrók neðan Drekkingarhyls.

Nokkuð kraðak getur myndast á bílastæðinu P5 við Valhöll. Lokað verður fyrir umferð þarna þegar viðburður hefst til að tryggja öryggi og upplifun.

Bílastæðið P4 við Flosaplan opnar 13:30. Þaðan er 450 metrar að upphafsstað göngu.

Einnig er gott að leggja við P2 undir Öxarárfossi, Þaðan er 1 km að upphafsstað göngu en 300 metrar frá endastað við Prestakrók.

Fjöldi bílastæði er við P1 nærri gestastofu við Hakið ofan Almannagjár. Þaðan eru um 500 metrar að upphafsstað viðburðar.

Bílstæði eru ávalt nærri

Fjöldi bílastæða eru allt um kring og sjaldnast langt að fara.