Varað við vasaþjófnaði

Á rúmum mánuði hefur þjóðgarðinum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er.
Þrjú atvik voru í febrúar og tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reynir eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum.
Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allann.