Fiskurinn

Fiskurinn

Eitt einkenni íslenskrar náttúru er að fáar tegundir lífvera hafa numið hér land.
Meginástæðan er að fjarlægð landsins frá meginlöndum en einnig tiltölulega skammur tími frá lokum ísaldar.

Fiskar í Þingvallavatni. urriði, kuðungableikja, sílableikja, murta, dvergbleikja og hornsíli
Ferskvatnsfiskar í Þingvallavatni

Þingvallavatn er engin undantekning frá þessu en ívatninu finnast 3 tegundir ferskvatnsfiska af þeim 5 sem finnast á Íslandi, urriði bleikja, og hornsíli. Talið er að þessar þrjár tegundir fiska hafi allar lokast í vatninu í kjölfar síðustu ísaldar þegar land lyftist við suðurenda Þingvallavatns. Þessar þrjár fisktegundir eru lifandi vitnisburður um hvernig þróun tegunda er í náttúrunni því þær hafa á einungis 10.000 árum lagað sig að mismunandi búsvæðum í vatninu.

Mynd af haus bleikja í Þingvallavatni
Fjögur afbrigði bleikju

Sílableikja, kuðungableikja, murta og dvergbleikja fyrirfinnast í Þingvallavatni.

Hið stöðuga og jafna innstreymi grunnvatns í Þingvallavatn ásamt margbreytilegum búsvæðum skapaði fiskum, sem og öðrum lífverum vatnsins góð skilyrði sem þeir löguðu sig enn frekar að. Sú aðlögun endurspeglast m.a. í mismunandi afbrigðum bleikjunnar og hornsílisins og mismunandi stofnum urriðans. Vegna þessa hefur Þingvallavatn á undanförnum árum orðið vettvangur rannsókna á fyrstu stigum afbrigða og tegunda- myndunar.