Botnsdalur

Google Maps
Ornefni Atlas Botnsdalur 9Bf1

Botnsdalur

Botnsdalur (eða Botnadalur) er kjarrsælt dalverpi við Klömbrugil, milli Ármannsfells og Bæjarfells og austan Svartagilsbæjarins.

Botnsdalur í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá sinni um Svartagilsland sem rituð var í kringum 1980–1985:

Í austur frá túninu í Svartagili (1) er frekar mjór og langur dalur birki klæddur, Botnsdalur (2). Í suður frá honum er all hár háls, sem gengur úr Ármannsfelli (3) og breikkar þegar vestar dregur.“

Kristján segir þá í örnefnaskrá sinni um Hrauntúnsland og afrétti Þingvallahrauns sem rituð var í kringum 1980–1985:

„Þar norðan við er breiður ás og nokkuð langur, Biskupsbrekkur (18), ofan í þeim miðjum er flöt uppgróin og slétt Leirdalur (19). Norður frá brekkunum er langur en mjór dalur Botnadalur (20). Upp af honum í fjallinu er all breiður hvammur sem heitir Skál (21). Norðan við skálina kemur mjór háls sem er undanfari gils sem heitir Svartagil (22).“

Heimildir

Tengd örnefni