Hrútagil

Google Maps
Ornefni Atlas Hrutagil Ea14

Hrútagil

Hrútagil er gil í brekkunum sunnan Svartagilsbæjarins, milli Grímagils og Sláttugils. Úr Hrútagili rennur Hrútagilslækur, sem á uppruna sinn úr Súlnagili, niður á flatir þar sem nú er malarnáma. Leiðin um Leggjabrjót liggur upp brekkurnar við syðri barm Hrútagils.

Hrútagil í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá sinni um Svartagilsland sem rituð var í kringum 1980–1985:

„Þar fyrir austan [Grímagil] er vatnsmikið gil Hrútagil (17), en lækurinn flæmist oft um alla bakka en endar svo niður á Leirum.“

Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í Þingvallaþönkum sem hann ritaði í kringum 1980–1985:

„Grímsstaðir er gamalt eyðibýli við gildrag með litlum læk, undir brekkunum, sem ná frá Svartagili og út á móts við Brúsastaði. Bærinn var við þriðja gilið, sem skera brekkurnar ef talið er austan frá. Austasta gilið heitir Sláttugil, miðgilið Hrútagil og það vestasta Grímsgil.“

Heimildir

Tengd örnefni