Kúatorfa (Svartagil)

Google Maps
Ornefni Atlas Kuatorfa Bf54

Kúatorfa

Kúatorfa er gras- og kjarrvaxin torfa í brekkunum norðan Svartagilsbæjarins.

Annað örnefni með sama nafni er við ós Öxarár.

Kúatorfa í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá sinni um Svartagilsland sem rituð var í kringum 1980–1985:

„Ofan við túnið er breið og grösug brekka, Kúatorfa (21). Þar fyrir vestan eru melar og nær Öxará, dálítill höfði Orustuhóll (22) og eru þá upptalin þau örnefni sem kunn eru.“

Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi í Mjóanesi, merkti Kúatorfu inn á útprentaða loftmynd á 9. áratug síðustu aldar við núverandi staðsetningu.

Heimildir

Tengd örnefni