Leirdalur

Google Maps
Ornefni Atlas Leirdalur F0c5

Leirdalur

Leirdalur er grasflöt á hálsinum ofan Biskupsbrekkna. Nyrst á flötinni eru stekkjarleifar Svartagilsbænda og þar fyrir norðan er örnefnið Stekkjardalur. Alfaraleið liggur um Leirdal milli Skógarhóla og Svartagils.

Leirdalur í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá sinni um Svartagilsland sem rituð var í kringum 1980–1985:

„Í austur frá túninu í Svartagili (1) er frekar mjór og langur dalur birki klæddur, Botnsdalur (2). Í suður frá honum er all hár háls, sem gengur úr Ármannsfelli (3) og breikkar þegar vestar dregur. Í honum miðjum er dalur, Leirdalur (4), vel gróinn og oft sleginn.“

Kristján segir þá í örnefnaskrá sinni um Hrauntúnsland og afrétti Þingvallahrauns sem rituð var í kringum 1980–1985:

Í norðaustur frá réttinni eru skógivaxnir hólar á allbreiðu svæði, Skógarhólar (16) og upp af þeim í fjallinu sést allbreitt gil Ármannsgil (17). Þar norðan við er breiður ás og nokkuð langur, Biskupsbrekkur (18), ofan í þeim miðjum er flöt uppgróin og slétt Leirdalur (19).“

Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi í Mjóanesi, merkti Leirdal inn á útprentaða loftmynd á 9. áratug síðustu aldar við núverandi staðsetningu.

Heimildir

Tengd örnefni