Orustuhólsmýri

Google Maps
Ornefni Atlas Orustuholsmyri 9A91

Orustuhólsmýri

Orustuhólsmýri (og/eða Þýfi) er mýrlendi í nágrenni Orustuhóls, nálægt brekkunum og tiltekinni tjörn. Aðeins einn staður kemur til greina skammt ofan Grímagils, þar sem Grímagilslækur á upptök sín.

Orustuhólsmýri í frumheimildum

Ónefndur heimildarmaður segir svo í ódagsettri örnefnaskrá Svartagils:

Rétt við Orustuhól (24) við Brekkurnar er Þýfi (25). Þar er tjörn. Orustuhólsmýri (26) er eiginlega það sama og Þýfið.“

Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi í Mjóanesi, merkti Orustuhólsmýri inn á útprentaða loftmynd á 9. áratug síðustu aldar skammt suðaustan Orustuhóls (64.30189,-21.1363), um 400 metrum norðan við núverandi staðsetningu.

Heimildir

Tengd örnefni