Sláttubrekkur

Google Maps
Ornefni Atlas Slattubrekkur 2E23

Sláttubrekkur

Sláttubrekkur eru brekkur vestan Svartagils. Þær eru eiginlegt framhald Brúsastaðabrekkna og mun nafnið vera dregið af slægjum Svartagilsbænda. Hér má finna margar kjarrtorfur og neðan þeirra er mýrlendi.

Sláttubrekkur í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá sinni um Svartagilsland sem rituð var í kringum 1980–1985:

„Þar fyrir austan er vatnsmikið gil Hrútagil (17), en lækurinn flæmist oft um alla bakka en endar svo niður á Leirum. Þar austar eru Sláttubrekkur (18) og Sláttugil (19) og erum við komin aftur að túninu við Svartagil.“

Heimildir

Tengd örnefni