Sláttugil

Google Maps
Ornefni Atlas Slattugil 7964

Sláttugil

Sláttugil er gildrag skammt norðaustan Hrútagils og vestan Svartagilsbæjarins. Sláttugil er í svokölluðum Sláttubrekkum og í því er graslaut er nefnist Sláttugilskvos.

Sláttugil í frumheimildum

Ónefndur heimildarmaður segir svo í ódagsettri örnefnaskrá Svartagils:

„Í Sláttugilinu austanverðu er heilmikil laut, sem heitir Sláttugilskvos (20).“

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá sinni um Svartagilsland sem rituð var í kringum 1980–1985:

„Þar fyrir austan er vatnsmikið gil Hrútagil (17), en lækurinn flæmist oft um alla bakka en endar svo niður á Leirum. Þar austar eru Sláttubrekkur (18) og Sláttugil (19) og erum við komin aftur að túninu við Svartagil.“

Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi í Mjóanesi, merkti Sláttugil inn á útprentaða loftmynd á 9. áratug síðustu aldar við núverandi staðsetningu.

Heimildir

Tengd örnefni