Stekkjardalur
Stekkjardalur er örnefni á Bæjarfelli, milli Svartagils og Skógarhóla. Örnefnið virðist eiga við dalverpið norðan grasflatarinnar Leirdals, en innst í honum eru stekkjarleifar Svartagilsbænda.
Stekkjardalur í frumheimildum
Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi í Mjóanesi, merkti Stekkjardal inn á útprentaða loftmynd á 9. áratug síðustu aldar við núverandi staðsetningu.