Bæjarlækurinn

Google Maps

Bæjarlækurinn er nafn á lækjaruppsprettu við Svartagil, sem var vatnsból bæjarins samnefnda. Lækurinn á upptök sín við rætur hlíðarinnar vestan bæjarins og rennur framhjá rústahól nokkrum, sem kallast Tunga, framhjá gömlu bæjarhúsunum og sameinast þar lækjunum úr Svartagili og Klömbrugili. Vatnsleiðslur frá seinustu áratugum eru sjáanlegar við lækinn.