Bænhóll

Google Maps

Bænhóll er lítill hóll í túninu á Gjábakka, rétt suðaustan bæjarhúsanna. Í sóknarlýsingu Þingvalla 1840 er þess getið að bænhús hafi verið á Gjábakka til forna og tengist örnefnið þeim munnmælum. Engar fornar tóftir eru kenndar við bænhús á Gjábakka, enda hefur svæðið verið sléttað og engin sjáanleg ummerki á yfirborðinu.