Biskupsbrekknahraun

Google Maps

Biskupsbrekknahraun er heitið á hluta Þingvallahrauns suðvestan Ármannsfells. Afmarkast það af Biskupsbrekkum og Skógarhólum í norðri, Almannagjá og Hvannagjá í suðri og austri og Hrútagilslæk í vestri. Hraunið er nokkuð flatt en sundurskorið af fjölmörgum gjásprungum. Það er að mestu mosagróið en nokkur trjágróður finnst í dældum og lautum.