Bolabás

Google Maps
Bolabas
Bolabás er þekkt örnefni við rætur Almannagjár.
Bolabás við Ármannsfell

Bolabás er skjólgott og gróðursælt svæði sunnan undan Ármannsfelli.

Bolabás

Bolabás er liggur suður af Ármannsfelli og vestur af Sleðaásgjá. Örnefnið er líkast til dregið af því að þar hafi naut verið haldin en þó eru litlar heimildir um slíkt. Finna má leifar í Bolabás og eru þær kallaðar Múlakot.

Lautin var áður fyrr vinsælt tjaldsvæði. Þá rataði örnefnið inn í vinsælt dægurlag árið 1959 Einu sinni á ágústkvöldi, eftir þá Jónas og Jón Múla Árnasyni. Var lagið í leikriti eftir þá bræður sem hét Deleríum Búbónis.

Einu sinni á ágústkvöldi
austur í Þingvallasveit
gerðist í dulitlu dragi
dulítið sem enginn veit,
nema við og nokkrir þrestir
og kjarrið græna inn í Bolabás
og Ármannsfellið fagurblátt
og fannir Skjaldbreiðar
og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.
Þó að æviárin hverfi
út á tímans gráa rökkurveg,
við saman munum geyma þetta ljúfa leyndarmál,
landið okkar góða, þú og ég.