Breiðitangi

Google Maps

Breiðitangi er tangi við norðanvert Þingvallavatn, rúmum 400 m vestan Vatnskots. Hann er ríflega um 175 m á breidd með mörgum smávikum og töngum. Suðvestan hans er lítill, ónefndur hólmi og vestan hans vík sem kallast Breiðavík.