Brennugjá

Google Maps
Brennugja
Brennugjá liggur austan við veginn heim að Þingvallabæ.

Brennugjá

Grunn gjá  austan við veginn heim að Þingvallabænum. Liggur vegurinn yfir hana að hluta á hleðslu. Þar í gjárkjaftinum er talið að dæmdir galdramenn hafi verið brenndir á 17. öld. Alls voru níu manns brenndir á Þingvöllum en yfir allt landið voru brenndir 21 karl og ein kona.

Til viðbótar var ein kona kæfð fyrir galdra, Galdra-Manga, og tveir karlar teknir af lífi fyrir fjölkynngi og þjófnað annar var hengdur en hinn hálshöggvinn.

Þóttu sum brennumál vafasöm:
„Brenndur úr Húnavatnsþingi Magnús Bjarnason fyrir galdur; item á Alþingi brenndur Lassi (Lassenius) Diðrichsson að saklitlu, að sumir héldu. Kom þá stórmikð regn á alþingi, svo eldurinn vildi þrisvar slokkna. Þessi maður var úr Barðastrandarsýslu, og klagaði Eggert Björnsson hann mjög. Egger lærbrotnaði þá nær af þingi reisti.“

Heimild

Björn Þorsteinsson, 1986, Þingvallabókin. Handbók um helgistað þjóðarinnar, Örn og Örlygur, Reykjavík.