Efrivellir

Google Maps
Efri Vellir Droni 2022
Efrivellir

Efrivellir eru sléttar grasflatir norður af Köstulum og austan Öxarárfoss en Fangbrekka aðskilur Efri-Velli frá Öxarárfossi. Til forna hefur líkast til verið glímt á völlunum sem og annað skemmtilhald. 

Vellirnir voru sléttaðir fyrir stofnun þjóðgarðs 1930. Hafa þeir verið nýttir sem tjaldstæði og til að reisa tímabundin útisvið þegar stórar þjóðhátíðir hafa verið haldnar. 

Við syðri enda Efrivalla stóð Valhöll áður en hún var flutt veturinn 1929. 

Efrivellir 1907

Öllu var tjaldað til við konungskomuna 1907. Reist var sérstakt konungshús sem sést hér lengst til hægri. Fyrir miðri mynd er svokallaður Þingmannaskáli en í bakgrunni er Valhöll. Margir í fylgdarliði konungs og áhorfendur gistu í tjöldum.