Eyragjá

Google Maps

Eyragjá er heiti á gjá eða gjásprungu við Rauðukusunes, skammt frá Grásteini í landi Kárastaða. Hún er kennd við hestinn Eyra, sem fór þar niður samkvæmt örnefnaskrá. Líklega er örnefnið ekki gamalt. Nákvæm staðsetning Eyrargjár er ókunn en mögulega er hún í Almannagjár-misgenginu nálægt Veiðistíg.