Fagrabrekka

Google Maps

Fagrabrekka er heitið á eystri gjábarmi Snóku og nær hér um vil frá norðurenda Stekkjargjár að Tæpastíg. Nysti hluti Fögrubrekku, við Syðri-Leirar, hefur einnig verið kallaður Hvannabrekka. Fagrabrekka er afar gróðursæl og vex þar birkikjarr sem og barrtré, sem voru gróðursett á stöku blettum um miðja 20. öld. Gönguleið liggur um Fögrubrekku frá Syðri-Leirum og þar nálægt hefur ein meginleiðin til Þingvalla úr norðri legið.