Fjósagjá

Google Maps
Fjosagja 2022
Fjósagjá
Fjósagjá

Fjósagjá og fjósatún eru örnefni sem vísa til þess tíma þegar það var fjós á þessum slóðum áður fyrr.

Fjósagjá er ein af fjölmörgum gjám Þingvalla. Gjárnar hafa myndast, gliðnað og dýpkað í gegnum árþúsundin. Vafalaust hefur umhverfi staðarins breyst talsvert frá landnámi. Vel má velta fyrir sér að gjáin hefur verið mjó þegar að byggð hófst en síðar orðið meiri farartálmi. 

Gjáin var lengi vel með brú en hún var fjarlægð upp úr 2012 vegna fúa og til þess að minnka ögn ferðir yfir túnið og leyfa því fremur að nýtast til fuglavarps.