Flekkuhóll

Google Maps

Flekkuhóll (eða Flekkhóll) er stór hóll í brúninni vestur af Svínhólum. Hóllinn er skógi og grasi vaxinn, í honum eru smáholur og lautir og efst eru hraunklappir. Um 400 metrum norðvestan hans eru Selhólar og á milli þeirra liggur Gapahæðagata frá Skógarkoti austur að Raftviðarhlíð.