Árnessýsla.
Þingvallahreppur.
Arnarfell.
1. Hvernig er Langitangi? Gróinn? Hefur gróðurfar breytzt
þar á liðnum árum? En annars staðar í landareigninni?
Á árum áður var of margt fé í landinu, innan girðingar,
en hefur náð sér á seinni árum.
2. Er vatn í Langatangagjám? Já. Eru þær djúpar?
3. Er vitað um tilefni nafnsins Sauðasteinar? 2 kletta-(Klofhóll1) hólar sem gáfu skjól í veðrum. Eru þeir háir? Nei.
4. Er Klifið erfið leið niður í Sláttulág? Var önnur
leið þangað? Eftir að vegur fyrir ökutæki var gerður er all
gott að komast í Sláttulág.
5. Hvernig er gróðurfar í Arnarfellshólma? Hefur hólminn
spillst af ágangi vatnsins? Á árunum 1930-40 var
reyniviðarplanta sett í hólmann og lifir enn, 1984.
Svo er þar hvönn og mosi.
6. Er vitað um tilefni nafnanna Hrútaklettur? Hrútur mun
hafa hrapað en fannst þó seinna lifandi.
Syðri-/Innri-Sandskörð? Norðan í fjallinu, sandfjara.
Hallsstígur? Sunnan í fjallinu áningarstaður.
Lögmannsbrekka? Upp af klöppinni í fjallinu eru fyrirbæri
sem heita bekkir.
Kirkjuklöpp? Gæti verið í sambandi við það, þar er
álfabyggð.
7. Rennur vatn í eða úr Stapatjörn? Nei.
Hvernig er hún? Nokkuð djúp.
Er líf í henni? Er með smásilung.
8. Er vitað til þess, að örn hafi verpt í Arnarsetri?
Fram yfir síðustu aldamót.
Hvernig er Einbúi? Hár? C.a. 20 m.
9. Er vitað, hvenær síðast var haft í seli í Fornaseli
(frá Þingvöllum)? Nei.
Er vitað, hvenær síðast var fært frá í Arnarfelli? 1916.
Hvenær var búskap hætt þar? 1952.
10. Við hvaða kamb er Kambsvarða kennd? Suðvestan við túnið
á Gjábakka. Kambur eru hraunhólar suðvestan við túnið á Gjábakka.
11. Koma fram í lýsingunni öll örnefni, sem þekkt eru í landareigninni? Eru öll örnefnin, sem skráð eru, innan landareignarinnar?
Jóna Kristjánsdóttir veitti góðfúslega ljósrit af þessari skrá, ásamt öðrum örnefnaskrám sem Kristján Jóhannsson ritaði milli 1982-1984. Halldór Pétur Þrastarson hafði þar milligöngu. Gunnar Grímsson, landvörður í þjóðgarðinum á Þingvöllum, færði í tölvutækt form í nóvember 2024. Uppsetning er höfð nákvæmlega eins og frumritið sem og stafsetning örnefna. Einstaka innsláttarvillur eru leiðréttar og spurningar eru feitletraðar.
1„(Klofhóll)“ ritaður eftir á með penna. Innskot með penna eru hér eftir skáletruð.