Gamli-Stekkur (Hrauntún)

Google Maps

Gamli-Stekkur er stekkjartóft um 850 metra austnorðaustur af Hrauntúni, skammt sunnan Stórhóla. Ekki er ljóst hvenær hann var í notkun en líkur eru á að hann hafi tengst búsetu í Hrauntúni eftir 1830. Hann er sagður vera í djúpum hólkrók dálítið austur af Hálfu-Vörðu og nokkuð í hánorður frá Þorsteinshóli.