Gapahæðagjá

Google Maps

Gapahæðagjá (eða Gapahæðagjár) eru gjár sem eru framhald Hrafnagjár til norðurs. Þær koma fyrst fram við Svínhóla og þaðan eru þær slitróttar Heildarlengd er tæpir tveir kílómetrar. Mest er gjáin um sig austan Gapahæða, sem hún er kennd við. Gjárnar eru flestar litlar og slitróttar en eru mestar austan Gapahæða. Þar er hún á einum stað um sex metra há og allt að 60 metra breið. Gjásprungurnar hverfa við Einiberjahæðir.