Gapi er hellir í Þingvallahrauni undir samnefndum hæðum vestan Hlíðargjár. Hann er í hól sem er holur að innan og ofan í honum er stórt op sem skýrir nafngift hellisins. Rétt hjá er annar hellir í flötum bala, var hann notaður sem fjárhellir hjá Hrauntúnsbændum þegar það var í ábúð 1830-1935. Frá Gapa liggur Gaphæðaslóði til Hrauntúns og Gaphæðagata til Skógarkots.