Garður nokkur er hlaðinn úr grjóti og nær þvert yfir Lambhaga, frá Garðsendavík í austri yfir Lambhagahóla og að ónefndri vík skammt suðaustan Kolgrafarhólsgjá. Garðinum var ætlað að hindra för lambáa frá Vatnskoti, sem hafðar voru í Lambhaga yfir nætur. Garðurinn þótti þó ekki nægileg hindrun og þurfti einnig að sitja yfir ánum. Símon Pétursson í Vatnskoti endurbætti grjótgarðurinn á hverju vori.