Gjábakki

Google Maps
Gjabakki 1
Gjábakki

Gjábakki er eyðibýli skammt austan við Hrafnagjá. Á Gjábakka er talið að kirkja hafi staðið á fyrri tímum. Ekki er nánar vitað um staðsetningu hennar. Íbúðarhúsið á Gjábakka var nýtt síðustu ár sem vistarverur fyrir starfsmenn þjóðgarðsins en húsið eyðilagðist í eldi haustið 2001. Túnin á Gjábakka eru vinsæll áningarstaður hestamanna sem fara um þjóðgarðinn.