Goðaskógur

Google Maps

Goðaskógur er örnefni úr Ölkofraþætti sem á við um hluta Bláskóga. Staðsetning Goðaskógs er óljós en hann hefur líklega verið norðarlega. Samkvæmt Ölkofraþætti var skógurinn eign sex goðorðsmanna (Snorri Þorgrímsson, Guðmundur Eyjólfsson, Skafti Þóroddsson lögsögumaður, Þorkell Geitisson, Eyjólfur Þórðarson og Þorkell trefill Rauða-Bjarnarson) og höfðu þeir hann til nytja á alþingi. Þórhallur ölkofri er sagður hafa sofnað yfir kolagerð í skógi sínum undir Hrafnabjörgum, austan Lönguhlíðar, og hafi eldurinn breiðst allverulega út og í nærliggjandi skóga.