Gönguvegur

Google Maps

Gönguvegur kallast leið milli Þingvallabæjar og Skógarkots og var hún notuð af ábúendum í erindagjörðum innansveitar. Leiðin er um tveir og hálfur kílómetri að lengd, hefst hjá Helluholti við suðvesturhorn túngarðsins í Skógarkoti og liggur suðvestur eftir mosabölum og skógareyðum. Leiðin er vörðuð og kallast þær m.a. Lýtingsvarða og Svuntubalavarða. Leiðin tvístrast þegar komið er að Háugjá, er þá annars vegar gangfært yfir Brúnstíg, sem er styttri leið en varasöm, og hins vegar um Steinboga, sem er lengri leið er öruggari. Leiðin endar við bílastæðið hjá Flosagjá en áður hefur hún mögulega legið um Seiglugjár að Þingvallabænum.