Hallstígur er stígur á Hrafnagjá. Pétur J. Jóhannsson segir eftirfarandi um Hallstíg:
„Syðsti stígurinn á [Hrafnagjá] er Hallstígur og er þar, sem vegurinn frá Þingvöllum austur með vatninu liggur yfir gjána. Hallstígur hefur verið aðal leiðin yfir gjána allt frá landnámi þar til á seinni hluta nítjándu aldar að farið er að laga Gjábakkastíg til umferðar. Það eru til skráðar frásagnir ferðamanna, sem fóru milli Laugardals og Þingvalla á síðasta tug átjándu aldar, að þeir fóru Hallstíg og einnig um viðhald á sömu leið, skráð 1830. Neðri gjábarmurinn frá Hallstíg að Gjábakkastíg og fláinn niður að undirlendinu er kallaður Hallinn og undirlendið vestur að vatninu Gjáarendar.“