Heiðargjá

Google Maps

Heiðargjá er gjá í Gjábakkahrauni sem markar eystri mörk Þingvallasigdældinnar. Heiðargjá nær frá Nikulásarhólum í suðri og hverfur inn í Hrafnabjörg í norðri. Norðan Hrafnabjarga kallast gjáin Kræklugjá.

Eiginlegt landrek er lítið við Heiðargjá og sígur vestari gjábarmurinn niður á flestum stöðum án þess að mynda verulega breiðar sprungur.