Höfðar

Google Maps

Höfðar, eða Höfði, er heitið á hæðum og lautum í austanverðri Þingvalladældinni, neðan Ennis og Svínhóla. Skógurinn á Höfðum, sem kallast Viðarklettarskógur, er mjög hár og þykkur og þar á milli eru margir grasblettir. Á Höfðum má nefna klettana Ketilhöfðaklett og Hríshöfðaklett, þar er einnig Hellishæð, með fjárhelli frá Skógarkoti efst á henni, og skammt vestar Litla-Hellishæð.