Höfðaskógur

Google Maps

Höfðaskógur er hluti Bláskóga við norðurtakmörk Þingvallahrauns. Skógurinn markast í norðri af Brúnkolluhöfða, Prestahrauni í austri og Einiberjahæðum í suðri. Þar er þykkur kjarrskógur á 15 hektara svæði með einstaka mosabala og gjásprungur inn á milli. Vesturtakmörk Höfðaskógar eru óskilgreind en misþykkir skógar ná þaðan alla leið að Hrauntúni.