Hrafnabjargaháls

Google Maps

Hrafnabjargaháls er heitið á hæsta hluta Eldborgarhrauns, frá Gildruholtum og Hrafnabjörgum í vestri og norðri niður með Stóra-Dímon í suðri. Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti nefnir í örnefnaskrá að „þegar við í Þingvallasveit ætluðum austur í Laugardal, sögðumst við ætla austur yfir Háls og áttum þá við Hrafnabjargarháls. Það hefur löngum verið venja hér á landi að nefna leiðir á milli byggðalaga eftir hæsta hluta hennar, ef annað nafn hefur ekki þótt betur viðeigandi. Sem dæmi get ég nefnt Kaldadalsleið, Uxahryggjaleið og Leggjabrjótsleið. Allir þessir vegir eru nefndir eftir hæsta hluta leiðarinnar.“

Forn þjóðleið, Prestavegur, liggur norður yfir Hrafnabjargaháls og þaðan yfir Prestastíg í átt að Sandkluftum.