Hrossabrekkugil

Google Maps

Hrossabrekkugil er gil í Hrossabrekkum vestur af Selfjalli, um 1200 metrum norðaustan Kjálkárgils. Þar eru landamörk Brúsastaða og Kárastaða. Gilið er tæplega 200 metra langt og 10 metra djúpt. Eyrarlækur rennur niður gilið og sameinast Kjálká skammt sunnar.