Hvannabrekka

Google Maps

Hvannabrekka, eða Hvannagjárbrekka, er heitið á eystri barmi Hvannagjár og er framhald af Fögrubrekku. Hvannabrekka hefst við Tæpastíg, þar sem hún er mest um sig, og fer norður um eins kílómetra vegalengd. Brekkan verður mjórri og brattari eftir því sem norðar dregur og hverfur að mestu við Klaufina 300 metrum suðvestan Leynistígs.

Hvannabrekka er að stóru leyti þakin þykku birkikjarri en efstu hlutar hennar eru á sumum stöðum berir eftir átroðning fólks á 20. og 21. öld.