Jónslundur

Google Maps

Jónslundur er grenilundur í Viðarklettsskógi skammt vestan Litlugjár. Jónslundur er minningarreitur um Jón Jóhannsson leigubílstjóra frá Skógarkoti, sem var myrtur í Reykjavík árið 1950. Bræður Jóns og samstarfsfélagar gróðursettu tré til minningar um Jón árin 1951 og 1952 og komu minningarsteini fyrir í lundinum miðjum.