Jónsstígur

Google Maps

Jónsstígur er haft sem myndað er af hliðrun milli Leiragjár og Sleðaássgjár. Leið lá um Jónsstíg frá Hrauntúni um Þrívarðnaskóg og Löngulág niður á Sleðaásshraun, neðan Sleðaássgjár, og þaðan vestur yfir Leynistíg. Ekki er vitað hvaða mann stígurinn er kenndur við. Leiðin um Jónsstíg er enn allgreinileg á Sleðaásshrauni en afar illgreinanleg austan stígsins vegna gróðursældar.