Kattabani

Google Maps

Kattabani er hóll við vesturbakka Innri-Bakkavíkur, upp við Veiðitanga. Samkvæmt örnefnaskrá vekur það „[...] nokkra forvitni, hvernig nafn þetta muni til komið. Út af þessum hól er mjög góð urriðalögn, og vitað er til þess, að það hafi verið kallað að „rota kettina“, þegar vel veiddist. Það er því freistandi að setja nafnið Kattabani í samband við þetta orðatiltæki, þó ekkert verði fullyrt þar um.“